Upplýsingar um foreldri/forráðamann
 Merktu í reitinn ef verið er að skrá yfirlýsingu fyrir barn undir 18 ára
*Krafist er

RUSH ICELAND VEFUR


Ábyrgðaryfirlýsing

Takmörkun ábyrgðar Rush Iceland

Með yfirlýsingu þessari staðfesti ég og samþykki eftirfarandi atriði vegna notkunar minnar á tækjum og búnaði í skemmti- og trampólíngarði Rush Iceland ehf. að Dalvegi 10-14 í Kópavogi (hér eftir nefnt „Rush“ í yfirlýsingu þessari). 

1. Viðvera mín innan Rush skemmti- og trampólíngarðsins er alfarið á mína eigin ábyrgð hvort sem um er að ræða notkun og/eða athafnir mínar í hvers konar tækjum á vegum Rush eða þátttöku mína í einstökum viðburðum á vegum Rush. 

2. Ég staðfesti að ég hef fengið kynningu og séð kynningarmyndband Rush á öryggisatriðum og öðrum mikilvægum þáttum áður en ég notaði aðstöðu Rush. Öryggimyndband Rush Iceland

3. Ég staðfesti að ég mun fylgja leiðbeiningum sem ég fæ á meðan ég er innan veggja Rush eða eru mér sýnilegar innan Rush en leiðbeiningar og reglur Rush eru til þess að tryggja lágmörkun á þeirri hættu að ég slasist eða meiðist á meðan ég nota tæki, búnað eða aðra aðstöðu Rush. 

4. Ég er upplýstur um og samþykki að ég ber ábyrgð á tjóni sem ég veld á tækjum eða öðrum einstaklingum vegna athafna minna eða framkomu sem eru andstæð þeim leiðbeiningum og reglum sem gilda hjá Rush. 

5. Ég samþykki að ég ber ábyrgð á persónulegum munum í húsakynnum Rush, svo sem fjármunum, veski, yfirhöfnum, farsíma o.þ.h. og að Rush tekur enga ábyrgð á lausamunum í minni eigu sem glatast eða er stolið í húskynnum Rush. 

6. Ég samþykki að hvers konar notkun áfengis- og vímuefna er óheimil innan veggja Rush og lýsi því yfir að ég er og verð ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna þegar ég nota aðstöðu Rush 

7. Ég er upplýstur um og samþykki að Rush hefur rétt til þess að neita mér aðgang að tækjum Rush og/eða vísa mér brott ef starfsfólk Rush telur framkomu mína eða athafnir hvers konar ógna öryggi innan veggja Rush eða hafi áhrif á að öryggi annarra gesta sé ógnað. 

8. Ég er upplýstur um og samþykki að brot á reglum Rush eða óviðeigandi hegðun eða framkoma getur leitt til þess að mér verði vísað brott án réttar til endurgreiðslu á aðgangseyri. 

9. Ég lýsi því yfir að ég hef fullnægjandi heilsu til að nota tæki og búnað Rush og að engin heilsuvandamál hrjái mig sem eru á því stigi að áhrif geti haft á öryggi mitt eða annarra gesta Rush. Þá hef ég upplýst Rush um annað ástand mitt sem kann að hafa áhrif á getu mína til þess að nota tæki og búnað Rush. 

10. Mér er fullkunnugt að barnshafandi konum er óheimilt að nota tæki og búnað Rush. 

11. Mér er kunnugt um að innanhússvæði Rush er vaktað með myndavélum í því skyni að tryggja öryggi viðskiptavina Rush og tryggja að viðskiptavinir fari eftir þeim leiðbeiningum og reglum sem gilda við notkun einstaka tækja og annars búnaðar Rush. 

12. Með því að skrá nafn mitt (foreldrar eða aðrir ábyrgðaraðilar í tilviki barna) með rafrænum hætti á vef Rush Iceland, veiti ég samþykki mitt og staðfestingu á ábyrgðaryfirlýsingu þessari. Ábyrgðayfirlýsing þessi er vistuð með rafrænum og öruggum hætti í gagnabanka Rush sem einungis afmarkaður og rekjanlegur hópur starfsmanna hefur aðgang að. Yfirlýsingin er einungis til notkunar fyrir Rush, gætt verður trúnaðar um hana og hún ekki afhent 3. aðila nema að undangengnum dómi eða samkvæmt lagaboði. Vistun og meðferð upplýsinganna munu ávallt vera í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og persónuverndarstefnu Rush sem sett er á grundvelli gildandi persónuverndarlöggjafar. Rush kann þó að hagnýta sér, innanhúss, upplýsingar um viðskiptavini eða einstaka hópa viðskiptavina án persónugreiningar þeirra en þó einungis í tilgangi markaðsgreiningar fyrir Rush. 

Ég staðfesti hér með að ég hef lesið og skilið ábyrgðayfirlýsingu þessa og er upplýstur um að yfirlýsing þessi er samningur milli mín og Rush vegna þeirra atriða sem finna má í ábyrgðaryfirlýsingu þessari. Ábyrgðaryfirlýsing þessi er ótímabundin. 


 Ég samþykki skilmálana
 Já takk, ég vill ekki missa af neinum skemmtilegum tilbodum eda fréttum frá Rush Iceland!